Skip to product information
1 of 5

Gisli Konradsson

Tölvuleikjaþróun fyrir byrjendur

Tölvuleikjaþróun fyrir byrjendur

Regular price 59.900 ISK
Regular price Sale price 59.900 ISK
Sale Sold out
Taxes included.
Quantity

Ekki viss um að þetta námskeið sé fyrir þig? Ekki hika við að hafa samband ( Hafa samband )

Um Kennarann

Námskeiðið er þróað og kennt af Gísla Konráðssyni, sem hefur yfir 18 ára reynslu í tölvuleikjaþróun, þar af 15 ár í vinnu með Unreal Engine. Gísli hefur tekið þátt í þróun fjölmargra leikja. Allt frá litlum, sjálfstæðum verkefnum til stærstu leikja á markaðnum. 

Gísli er Unreal Authorized Instructor, sem þýðir að hann hefur verið viðurkenndur af Epic Games fyrir sérþekkingu sína og kennsluhæfni í Unreal Engine.

Fylgist með mér byggja leik LIVE á Youtube með aðferðunum úr þessu námskeiði ásamt meira efni tengdu tölvuleikaþróun

Inngangur að tölvuleikja þróun - vefnámskeið fyrir byrjendur

Í þessu námskeiði lærir nemandinn undirstöðuatriði tölvuleikjagerðar með Unreal Engine. Farið er í gegnum uppsetningu hugbúnaðarins og helstu verkfæri kynnt. Nemendur læra að smíða einfaldar frumgerðir í fyrstu- og þriðjupersónu, nýta ljós, liti og hljóð til að skapa stemningu og hanna stærri leikjaheima með rýmisskipulagi og flæði.

Einnig er fjallað um eðlisfræði, atburðakerfi, breytur og hnitakerfi, og hvernig allt tengist virkni og hegðun leikmuna. Unnið er með notendaviðmót þar sem nemendur hanna einfaldar skjámyndir og tengja við leikinn með gagnvirkni. Í lokin hanna nemendur eigin þrautabraut þar sem öll atriði námskeiðsins eru sameinuð í spilandi leikjasenu. Að loknu námskeiði býr nemandinn yfir traustum grunni í leikjaþróun og getur haldið áfram að þróa sínar eigin hugmyndir.

Fyrir hverni er námskeiðið

Námskeiðið er ætlað áhugasömum byrjendum og hentar bæði unglingum og fullorðnum. Það er sérstaklega hannað til að brúa bilið frá spilun yfir í sköpun fyrir þá sem spila tölvuleiki og langar að taka fyrsta skrefið í að búa þá til sjálf. Hvort sem markmiðið er að þróa áhugamál eða leggja grunn að framtíðarstarfi í skapandi tækniiðnaði, veitir námskeiðið trausta og hvetjandi innleið í heim tölvuleikjagerðar.

Uppbygging námskeiðs

Námskeiðið er skipulagt sem 11 upptökur sem nemandinn getur horft á á sínum eigin hraða. Hver upptaka fjallar um ákveðið þema í leikjagerð með Unreal Engine, frá uppsetningu og notkun grunnverkfæra til hönnunar á leikjaheimi, notendaviðmóti og gagnvirkni.

Kafli 1 - Undirbúningur og uppsettning

Í fyrsta kaflanum förum við yfir uppsetningu á Epic Games Launcher, hvaða atriði þarf að hafa í huga og hvar hægt er að finna dæmi og aðstoð. Við fjöllum einnig um mismunandi útgáfur af Unreal Engine og kynnum okkur leikjagátt Epic, þar sem hægt er að gefa út leiki þegar þeir eru tilbúnir.

Kafli 2 - Setjum upp Unreal Engine

Í þessum kafla setjum við upp leikjavélina Unreal Engine og skoðum hvernig uppsetningarferlið fer fram. Við kynnum okkur markaðstorgið og skoðum hvernig hægt er að sækja bæði ókeypis og kostaða pakka sem grunn. Einnig rýnum við í innbyggðar forskriftir og hvernig þær má nýta sem undirstöðu í leikjaþróun.

Kafli 3 - Notendaviðmót Unreal Engine

Í þessum kafla köfum við inn í notendaviðmót Unreal Engine og skoðum þau verkfæri sem við munum nota við þróunina. Við byrjum á að læra að ferðast um þrívíddarheiminn, kynnum okkur efnisskoðarann (Content Browser), yfirlit leikjaheimsins (Outliner), ásamt fleiri mikilvægum þáttum. Að loknum þessum kafla ætti nemandinn að hafa traustan grunn og vera tilbúinn að fikra sig áfram í tölvuleikjaþróun.

Kafli 4 - Sköpun frumgerðar með forskrift (template)

Í þessum kafla byrjum við að nýta allt það sem við höfum lært til að smíða einfaldar frumgerðir sem byggja á innbyggðum forskriftum. Við búum til einfaldan leik bæði í þriðju persónu og fyrstu persónu og skoðum muninn á þeim. Við notum nokkra tilbúna leikmuni og lærum hvernig hægt er að skissa upp hugmynd að frumgerð og fá skýra mynd af henni án þess að fara í flókna þróun.

Kafli 5 - Ljós, litir og hljóð

Í þessum kafla skoðum við hvernig við getum nýtt ljós, liti og hljóð til að auka upplifun og stemningu í leikjum. Við lærum að stilla birtu, skugga og litasamsetningar í leikjaheiminum, auk þess sem við bætum við hljóðum til að skapa raunverulegt og áhrifaríkt umhverfi. Með því að vinna með þessi atriði fá nemendur innsýn í hvernig sjón- og hljóðrænir þættir spila lykilhlutverk í leikjahönnun og hvernig þeir geta stutt við sögu, leikflæði og andrúmsloft.

Kafli 6 - Sköpun leikjaheima

Í þessum kafla einbeitum við okkur að sköpun stærri leikjaheima. Við skissum upp leikheim með mismunandi rýmum, eins og herbergjum, göngum og opnum svæðum, og lærum hvernig hægt er að byggja upp heildstæða leikjasenu. Áhersla er lögð á rýmisskipulag, flæði milli svæða og hvernig umhverfið getur stutt við leikupplifun. Nemendur fá tækifæri til að vinna með form, rými og efnivið til að skapa leikheim sem er bæði áhugaverður og hagnýtur fyrir leikinn sem þeir eru að þróa.

Kafli 7 - Þyngdarafl og eðlisfræði

Í þessum kafla skoðum við hvernig þyngdarafl og aðrir eðlisfræðilegir eiginleikar virka innan Unreal Engine. Við lærum að stilla eiginleika eins og massa, núningsmótstöðu og viðbrögð við árekstrum. Nemendur kynnast því hvernig eðlisfræði getur haft áhrif á leikmuni, hreyfingar og leikflæði, og hvernig hægt er að nýta þessi lögmál til að skapa raunveruleg og skemmtileg viðbrögð í leikjaheimi. Með einföldum dæmum prófum við að hleypa hlutum af stað, láta þá detta, skoppa og víxlverka við umhverfið á trúverðugan hátt.

Kafli 8 - Atburðir og hegðun

Í þessum kafla lærum við hvernig atburðir og hegðun stýra því hvernig hlutir í leiknum bregðast við. Við skoðum hvernig hægt er að láta leikmuni og persónur framkvæma aðgerðir þegar eitthvað gerist – til dæmis þegar leikmaður nálgast, ýtir á takka eða snertir ákveðinn hlut. Við notum einföld atburðakerfi og lógísk skilyrði til að skilgreina hegðun í leikjaheiminum. Með þessum hætti fá nemendur innsýn í hvernig gagnvirkni er smíðuð og hvernig hægt er að skapa líflegar og skynsamlegar leikjaaðstæður.

Kafli 9 - Breytur og hnitakerfi

Í þessum kafla kynnumst við grunnatriðum breyta og hnitakerfisins í Unreal Engine. Við skoðum hvernig breytur eru notaðar til að geyma og stjórna upplýsingum, svo sem tölum, texta og rökrænum gildum, og hvernig þær nýtast við að móta hegðun leikmuna. Einnig lærum við hvernig þrívítt hnitakerfi virkar með ásunum X, Y og Z og hvernig staðsetning, snúningur og stærð leikmuna eru skilgreind í rýminu. Með þessum grunni öðlast nemendur betri skilning á rýmislegri hugsun og forsendum fyrir nákvæmri staðsetningu og hreyfingu í leikjaheimi.

Kafli 10 - Notendaviðmót leiks

Í þessum kafla skoðum við hvernig hægt er að búa til notendaviðmót (UI) fyrir leik. Við lærum að hanna og útfæra einfaldar skjámyndir eins og heilsustiku, stigatöflu og valmyndir með hjálp Unreal Engine verkfæra. Einnig kynnumst við því hvernig gagnvirkni í viðmótinu virkar – til dæmis hvernig hnappur getur ræst atburð eða birt nýjan skjá. Markmiðið er að nemendur öðlist grunnfærni í að tengja notendaviðmót við leikinn sjálfan og að hanna skýrar og aðgengilegar leiðir fyrir leikmenn til að hafa áhrif á leikinn.

Kafli 11 - Byggjum þrautabraut

Í þessum loka­kafla setjum við saman allt það sem við höfum lært í námskeiðinu og hönnum einfalda þrautabraut. Nemendur fá tækifæri til að nýta þekkingu á leikjaumhverfi, hreyfingu, atburðum, eðlisfræði, hljóði, lýsingu og notendaviðmóti til að byggja heilstæða og spilandi leikjasenu. Markmiðið er að hanna leik sem krefst þess að leikmaður leysi þrautir, forðist hindranir eða nái markmiði með því að beita færni og rökvísi. Með þessu verkefni fá nemendur að sýna frumleika og æfa sig í að samþætta öll þau verkfæri sem hafa verið kynnt í námskeiðinu

View full details