Kennsla í tölvuleikjaþróun
[Desember] - Tölvuleikjaklúbbur Óróa - Stardew Valley
[Desember] - Tölvuleikjaklúbbur Óróa - Stardew Valley
Couldn't load pickup availability
Spilum Stardew Valley saman!
(Takmörkuð sæti í boði!)
Hér getur þú skráð þig á námskeið í „bókaklúbbs“ stíl þar sem við greinum og spilum leikinn Stardew Valley saman.
Við byrjum á að hittast á fjarfundi sem hópur og kynnast aðeins. Ég mun halda kynningu á Stardew Valley, tala um grunnhugmyndirnar á bakvið leikinn, þróunarsöguna og ýmiss konar fróðleik sem tengist leiknum. Eftir þessa kynningu spilar fólk leikinn á sínum eigin hraða og tíma.
Við munum hafa lokaðan Facebook hóp yfir tímabilið þar sem við getum spjallað saman og deilt hvernig gengur. Einnig hittumst við fjórum sinnum á fjarfundi yfir tímabilið.
Til að taka þátt þarftu að
- Skrá þig á námskeiðið
- Hafa aðgang að Stardew Valley
- Vera með vinalega og hjálpsama framkomu
- Hafa áhuga á að vera hluti af hópi sem vill njóta tölvuleikjaspilunar
Þú þarft ekki að
- Vera góð eða góður í tölvuleikjum
- Hafa spilað Stardew Valley áður
- Taka þátt í samtölum eða vera í mynd. Það er allt í lagi að hlusta bara og vera þannig með
Dagskrá
Fundirnir verða á mánudögum kl. 20:00 og eru 1 til 2 klukkustundir að lengd.
Kynning og inngangur – 1. desember
Hér hittumst við og kynnumst aðeins. Við förum yfir hverjir eru að spila í fyrsta sinn og hverjir þekkja leikinn. Þátttakendur fá kynningu á ýmsu sem tengist leiknum, þróunarsögu, tegund leiksins og fróðleik sem gagnast í spilunina.
Kerfi og upplifun – 8. desember
Hér skoðum við kerfin og leikjalykkjurnar í leiknum og speglum í okkar eigin reynslu. Við ræðum hvernig leikurinn tekur á nýliðun og tryggjum að allir séu að njóta leiksins.
Frjálst spjall og samvinna – 15. desember
Hér hittumst við og förum djúpt í umræðuefni sem hafa komið upp í hópnum. Við ræðum framvindu og skoðum hvort það séu tækifæri til samvinnu eða samspils.
Samantekt og umræður – 28. desember
Hér ljúkum við kaflanum um Stardew Valley. Við ræðum upplifun okkar og förum yfir nokkur lykilatriði.
- Skilaði leikurinn því sem við bjuggumst við?
- Hvað stóð upp úr?
- Hvernig hefði mátt bæta upplifunina?
- Fer leikurinn upp í hilluna eða verður hann spilaður áfram?
![[Desember] - Tölvuleikjaklúbbur Óróa - Stardew Valley](http://namskeid.gisli.games/cdn/shop/files/Stardew-valley-auglysing-03.png?v=1763308447&width=1445)